Nýr styrkleikalisti FIFA var opinberaður í morgun en staðan í tveimur efstu sætunum er óbreytt. Heimsmeistarar Argentínu eru á toppnum og Frakkland númer tvö.
Nýkrýndir Evrópumeistarar Spánar stökkva upp um fimm sæti og eru nú í því þriðja. England fer upp um eitt sæti og er í fjórða sætinu.
Nýkrýndir Evrópumeistarar Spánar stökkva upp um fimm sæti og eru nú í því þriðja. England fer upp um eitt sæti og er í fjórða sætinu.
Ísland fer niður um eitt sæti, niður í 71. sæti. Ástæða þess er stökk Georgíu eftir góðan árangur á EM en liðið er komið uppfyrir Ísland og situr í 70. sæti.
Heimir Hallgrímsson er nýtekinn við Írlandi sem fer upp um tvö sæti og er í 58. sæti. Það er nokkuð skondið að ein af ástæðunum fyrir því er fall Jamaíku sem Heimir stýrði áður en Jamaíka fer niður um sex sæti og er í 59. sæti.
Athugasemdir