Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 18. júlí 2024 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Máni með þrennu á hálftíma í sigri á Grindavík - Fjölnir með níu stiga forystu
Lengjudeildin
Máni Austmann er kominn með tíu deildarmörk
Máni Austmann er kominn með tíu deildarmörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fjölnir 5 - 1 Grindavík
1-0 Bjarni Þór Hafstein ('11 )
1-1 Josip Krznaric ('45 )
2-1 Máni Austmann Hilmarsson ('60 , víti)
3-1 Máni Austmann Hilmarsson ('78 )
4-1 Máni Austmann Hilmarsson ('90 )
5-1 Axel Freyr Harðarson ('93 )
Rautt spjald: Dennis Nieblas Moreno, Grindavík ('57) Lestu um leikinn

Fjölnir er með níu stiga forystu í efsta sæti Lengjudeildarinnar eftir að liðið vann, 5-1, sigur á Grindavík á Extravellinum í Grafarvogi í kvöld.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum en það voru heimamenn sem tóku forystuna.

Dagur Ingi Axelsson fékk boltann í gegn, fann Bjarna Þór Hafstein sem skoraði örugglega.

Grindvíkingar fóru að ógna meira þegar leið á hálfleikinn og kom jöfnunarmarkið rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks er Josip Krznaric skaut hnitmiðuðu skoti í bláhornið.

Snemma í síðari hálfleiknum fengu heimamenn vítaspyrnu og Dennis Nieblas, leikmaður Grindavíkur, rekinn af velli. Gestirnir voru allt annað en sáttir og mótmæltu þessari ákvörðun en fengu engin viðbrögð frá Aðalbirni Heiðari Þorsteinssyni, dómara leiksins.

Máni Austmann Hilmarsson sendi Aron Dag Birnuson í vitlaust horn og fagnaði áttunda marki sínu í sumar.

Tuttugu mínútum síðar gerði Máni annað mark sitt. Hann og Guðmundur Karl Guðmundsson spiluðu sína á milli áður en Máni fékk boltann í teignum og náði einhvern veginn að tækla hann í netið.

Hann fullkomnaði þrennu sína undir lok leiks. Sigurvin Reynisson átti laglega sendingu á Mána sem skoraði tíunda deildarmark sitt í sumar. Máni er nú markahæstur, tveimur mörkum á undan Braga Karl Bjarkasyni í ÍR.

Áður en flautað var til leiksloka gerði Axel Freyr Harðarson fimmta og síðasta mark Fjölnismanna er hann skaut boltanum fyrir utan teig, af varnarmanni og í netið.

Góður sigur Fjölnis sem eru nú með 30 stig í efsta sæti deildarinnar, níu stigum á undan Njarðvík sem er í öðru sæti. Grindavík er á meðan í 6. sæti með 17 stig.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner