Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. ágúst 2022 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Víkings og KR: Markahæsti maðurinn á bekknum
Birnir Snær Ingason kemur inn í lið Víkings.
Birnir Snær Ingason kemur inn í lið Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar snýr til baka úr leikbanni
Elmar snýr til baka úr leikbanni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 20:00 hefst viðureign Víkings og KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hafa byrjunarliðin verið opinberuð.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í Bestu deildinni á mánudag. Tvær þeirra eru vegna meiðsla því Logi Tómasson og Davíð Örn Atlason fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 KR

Pablo Punyed kemur inn í liðið fyrir Loga en líklegt er að Viktor Örlygur Andrason færist af miðsvæðinu og í vinstri bakvörðinn líkt og hann gerði gegn Blikum. Þá kemur Karl Friðleifur Gunnarsson inn í hægri bakvörðinn og Birnir Snær Ingason kemur inn fyrir Helga Guðjónsson sem sest á bekkinn. Helgi hefur skoraði fimm mörk fyrir Víking í bikarnum í ár og er markahæsti leikmaður liðsins í þeirri keppni.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir tvær breytingar á sínu liði eftir markalaust jafntefli gegn Keflavík á mánudag. Stefán Árni Geirsson og Þorsteinn Már Ragnarsson taka sér sæti á bekknum og inn í liðið koma þeir Theodór Elmar Bjarnason og Aron Kristófer Lárusson sem voru í leikbanni á mánudag. Þá er Pálmi Rafn Pálmason mættur aftur á varamannabekk KR.

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson
18. Birnir Snær Ingason
19. Danijel Dejan Djuric
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Hallur Hansson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
15. Pontus Lindgren
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson
Athugasemdir
banner
banner
banner