Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 18. ágúst 2022 16:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umfjöllun
Hver tekur við af Hallberu? - Það eru spennandi kostir í stöðunni
Icelandair
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Rakel Pétursdóttir.
Anna Rakel Pétursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sædís Rún er búin að vera sterk varnarlega í sumar.
Sædís Rún er búin að vera sterk varnarlega í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun verður landsliðshópur kvenna fyrir síðustu leikina í undankeppni HM tilkynntur.

Þetta eru leikirnir tveir sem skera úr um það hvort Ísland fari beint á HM eða ekki. Íslenska liðið er að reyna að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni.

Ísland er í góðum möguleika á að komast á mótið. Það eru allar líkur á því að liðið muni taka sigur gegn Hvíta-Rússlandi og þá er það bara úrslitaleikur við Holland þar sem jafntefli kemur til með að duga til að vinna riðilinn.

Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi er 2. september á Laugardalsvelli og leikurinn gegn Hollandi 6. september í Utrecht í Hollandi.

Það er allavega ljóst að það verður ein stór breyting frá Evrópumótinu. Hallbera Guðný Gísladóttir, sem byrjaði alla leikina í vinstri bakverði á Evrópumótinu, er hætt í fótbolta og kemur nýr leikmaður inn í hópinn í staðinn fyrir hana.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks og Harvard háskólans, er líklega vinstri bakvörður Íslands til framtíðar.

Tölfræði Áslaugar Mundu með Breiðabliki í sumar er virkilega góð og þá sérstaklega fram á við. Samkvæmt gagnaveitunni WyScout þá lék Áslaug Munda mest í vinstri bakverði hjá Breiðabliki á þessu tímabili eða 61 prósent af leiktímanum. Af vinstri bakvörðum deildarinnar þá gaf hún flestar fyrirgjafir að meðaltali í leik og átti flest sól (e. dribbles) að meðaltali í leik.

Hún var að búa til góð færi fyrir liðsfélaga sína og var með 3,99 í 'expected assists' sem er miklu meira en næsti leikmaður í hennar stöðu. Hún var líka með flestar lykilsendingar öllum vinstri bakvörðum Bestu deildarinnar. Gæðin eru augljós.

Það eru kostir í stöðunni
Hallbera hefur lengi verið í landsliðinu og átt stöðu vinstri bakvarðar í einhver 15 ár tæplega. Það verður ekki auðvelt að fylla í hennar skarð en það eru kostir í stöðunni, spennandi kostir.

Þú týnir ekki vinstri bakverði af trjánum í íslenska boltanum en það hafa tvær - fyrir utan Áslaugu Mundu - heillað sérstaklega með frammistöðu sinni í sumar.

Anna Rakel Pétursdóttir hefur gert virkilega vel í að koma til baka eftir erfið meiðsli og er búin að leysa þessa stöðu mjög vel í sumar hjá toppliði Vals. Sædís Rún Hreiðarsdóttir, 17 ára gamall vinstri bakvörður Stjörnunnar, hefur þá leikið afskaplega vel í sumar og heillað marga með frammistöðu sinni.

Þessir þrír leikmenn hafa allar mismunandi eiginleika. Ef talað er um pjúra varnarleik þá skorar Sædís Rún hæst af þessum leikmönnum með 13.31 í 'successful defensive actions per 90'. Anna Rakel kemur næst (10,64) og Áslaug Munda þar á eftir.

Anna Rakel, sem er fædd árið 1998, er best í loftinu og með besta sendingarhlutfallið en Áslaug Munda er langbest sóknarlega.

Áslaug Munda verður eflaust í landsliðshópnum og Anna Rakel hlýtur að gera það líka miðað við frammistöðu í sumar, sérstaklega ef Steini er að horfa til þess að hafa annan leikmann með öflugan vinstri fót í þeirri stöðu. Hann gæti látið sér nægja að hafa hina réttfættu Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða Vals, til taks til að leysa þá stöðu en það getur hún svo sannarlega gert.

Anna Rakel, sem hefur einnig spilað mikið sem miðjumaður á sínum á ferli, á að baki sjö A-landsleiki. Hún hefur vakið áhuga félagsliða erlendis með frammistöðu sinni í sumar.

Sædís er kannski ekki alveg tilbúin í hópinn núna en hún er klárlega leikmaður framtíðarinnar og annar kostur í þessa stöðu. Að hún sé að spila svona vel þegar hún er bara 17 ára er eftirtektarvert.

Hópurinn verður tilkynntur í hádeginu á morgun og verður gaman að sjá hvort það verði þar eitthvað sem muni koma á óvart.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner