Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Parker: Vorum betra liðið á löngum köflum
Mynd: Burnley
Scott Parker þjálfari Burnley svaraði spurningum eftir 3-0 tap gegn Tottenham í fyrstu umferð enska úrvalsdeildartímabilsins.

Parker var sáttur með frammistöðu sinna manna og segir að það hafi verið talsvert minni munur á liðunum heldur en lokatölurnar segja til um.

„Það var stutt á milli í þessum leik. Þeir byrjuðu betur og komust yfir en eftir það vorum við sterkara liðið á löngum köflum. Við brugðumst mjög vel við, sköpuðum mikið af færum og byrjuðum seinni hálfleikinn virkilega vel. Á 58. eða 59. mínútu klúðruðum við dauðafæri til að jafna leikinn og stuttu eftir það fengum við ótrúlegt mark á okkur," sagði Parker og átti þá við seinna mark Richarlison.

Richarlison skoraði fyrstu tvö mörk leiksins en það seinna gerði hann með laglegri bakfallsspyrnu.

„Þetta eru gæðin í úrvalsdeildinni og við verðum að læra af þessu. Ef við nýtum ekki færin okkar þá verður okkur refsað.

„Við megum ekki vera of lengi að hleypa skotunum af því við erum í bestu deild í heimi. Leikmenn hafa engan tíma til að hugsa sig um, hérna eru allir í toppstandi og andlega hliðin skiptir miklu máli. Ef þú missir einbeitinguna þá verður þér refsað. Við verðum að draga lærdóm af þessu."

Athugasemdir
banner