Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 20:32
Ívan Guðjón Baldursson
Potter: Klikkuðum á undirstöðuatriðunum
Mynd: EPA
Graham Potter var vonsvikinn eftir 3-0 tap West Ham gegn nýliðum Sunderland í fyrstu umferð enska úrvalsdeildartímabilsins í dag.

Sunderland stóð uppi sem 3-0 sigurvegari eftir nokkuð jafnan og bragðdaufan leik. Öll mörkin komu í seinni hálfleik.

„Ég er mjög vonsvikinn. Seinni hálfleikurinn var sérstaklega ömurlegur þar sem við klikkuðum á einföldustu undirstöðuatriðum eins og að verja boxið. Við verðum að gera betur," sagði Potter.

„Við vorum góðir í fyrri hálfleik þar sem við slökktum á áhorfendum og stjórnuðum leiknum. Við vorum óheppnir að skora ekki en svo skoruðu þeir fyrsta markið sem skipti sköpum.

„Ég vil ekki sýna vanvirðingu en þeir skoruðu ekki fyrsta markið eftir einhverja frábæra sókn. Þetta var bara löng fyrirgjöf inn í teiginn sem við verðum að verjast betur. Annað markið kemur eftir fast leikatriði sem við gáfum þeim ódýrt.

„Við verðum að bæta undirstöðuatriðin en þetta er fyrsti leikdagurinn og svona hlutir geta komið fyrir."

Athugasemdir
banner