Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. september 2020 19:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Glaður að fá Thiago í deildina - Þurftum ekki miðjumann
Mynd: Getty Images
Liverpool gekk í dag frá kaupunum á Thiago Alcantara frá Bayern Munchen. Thiago átti eitt ár eftir af samningi sínum við Bæjara og vildi fá nýja áskorun.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City sem er einn af helstu keppinautum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, var spurður út í Thiago á fréttamannafundi í dag.

„Ég var ekki að reyna fá Thiago til Man City því við erum með nógu marga í þessari leikstöðu. Ég er glaður að hann sé kominn til Englands því þið munið njóta þess að horfa á þennan mjög góða leikmann."

Thiago er 29 ára miðjumaður sem lék undir stjórn Pep á árunum 2009-2012 hjá Barcelona og á árunum 2013-2016 hjá Bayern Munchen.
Athugasemdir
banner
banner
banner