Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. september 2022 10:49
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal leitar hefnda gegn Brentford
Mynd: EPA

Viðureign Brentford gegn Arsenal er í þann mund að hefjast og segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal, að sínir menn hafi harma að hefna eftir að hafa heimsótt Brentford á síðustu leiktíð og tapað.


Brentford vann heimaleikinn gegn Arsenal 2-0 á síðustu leiktíð þrátt fyrir þokkalega yfirburði Arsenal í leiknum. Lærisveinar Arteta voru ekki nógu beittir í sóknaraðgerðum sínum og var refsað af lærlingum Thomas Frank.

„Við munum hvað gerðist hérna í fyrra og viljum bæta upp fyrir það. Það er markmiðið fyrir þennan leik en við verðum að sýna yfirburði á vellinum til að sigra hérna," sagði Arteta við Sky Sports fyrir upphafsflautið.

„Við viljum endurheimta toppsætið og til þess að gera það þurfum við sigur hér. Það verður ekki auðvelt að sigra, við verðum að eiga frábæran leik til að afreka það."


Athugasemdir
banner
banner