Tottenham með kauprétt á Kane þegar hann fer frá Bayern - Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa áhuga á Toney
banner
   mán 18. september 2023 15:21
Elvar Geir Magnússon
Barnaníðingurinn Barry Bennell lést í fangelsi
Barry Bennell.
Barry Bennell.
Mynd: Samsett
Fyrrum þjálfarinn og kynferðisbrotamaðurinn Barry Bennell lést í fangelsi, 69 ára gamall. Hann dó af völdum krabbameins.

Bennell var fótboltaþjálfari í akademíu Manchester City en 2018 var hann dæmdur í 31 árs fangelsi fyrir 50 kynferðisbrot gegn börnum.

Bennell starfaði við þjálfun yngri liða Manchester City og Crewe Alexandra á sínum tíma. Háttsettir menn hjá Manchester City og Crewe vissu af kynferðisbrotum Bennell meðan hann starfaði hjá félögunum.

Strákar voru misnotaðir á heimili Bennell en fyrir rétti sögðu fórnarlömb hans að Bennell hefði misnotað aðstöðu sína og haft ákveðið vald yfir þeim vegna þeirra drauma um að verða atvinnufótboltamenn.

Lögreglan í Bretlandi segir að Bennell sé einn versti kynferðisbrotamaður í sögu þjóðarinnar þegar horft er til fjölda fórnarlamba.
Athugasemdir
banner