Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 18. september 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Graham Potter, Kata Jak og Magnús Geir með fyrirlestra
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: EPA
Eins og vel hefur verið fjallað um, þá var Graham Potter hér á landinu í vikunni. KSÍ segir frá því í dag að hann hafi haldið fyrirlestur um leiðtogahæfni fyrir þjálfara á KSÍ Pro námskeiði.

Potter er án starfs sem stendur en hann er einn af þeim sem kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englands og er sagður mjög áhugasamur um að taka að sér starfið.

Eftir að hafa haldið fyrirlesturinn þá gerði hann sér ferð á Hlíðarenda þar sem hann horfði á leik Vals og KR í Bestu deildinni.

Með Potter í för var Phil Church frá enska fótboltasambandinu. Church er háttsettur innan enska sambandsins og leiðir þar allt starf sem snýr að menntun og þróun þjálfara í víðu samhengi og á öllum þrepum íþróttarinnar.

Auk þeirra héldu þau Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, og Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra, erindi um leiðtogahæfni.

Næst á dagskrá hjá KSÍ Pro hópnum er námsferð í höfuðstöðvar UEFA í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner