Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   mán 16. september 2024 22:00
Elvar Geir Magnússon
Graham Potter horfði á Val leggja KR
Graham Potter gat ekki verið svona léttklæddur á Hlíðarenda í kvöld. Þessi mynd var tekin á leik hjá Tottenham fyrr á árinu.
Graham Potter gat ekki verið svona léttklæddur á Hlíðarenda í kvöld. Þessi mynd var tekin á leik hjá Tottenham fyrr á árinu.
Mynd: Getty Images
Graham Potter, fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, var mættur á Hlíðarenda í kvöld og horfði á Val vinna 4-1 sigur gegn KR í Bestu deildinni.

Potter er án starfs sem stendur en hann er einn af þeim sem kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englands og er sagður mjög áhugasamur um að taka að sér starfið.

Í útsendingu frá leiknum í kvöld á Stöð 2 Sport sáust Potter og Arnar Bill Gunnarsson fræðslustjóri KSÍ horfa saman á leikinn í stúkunni. Potter hafði fengið KSÍ úlpu lánaða.

Vísir greindi frá því í dag að Potter væri á landinu í tengslum við fyrirlestur á UEFA Pro þjálfaranámskeiði.

„Að sjá Gregg Ryder og Graham Potter saman í World Class laugum er eitthvað sem var ekki á bingó spjaldinu mínu í morgunsárið," skrifaði Tjörvi Jónsson á X í dag.


Athugasemdir
banner
banner