Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   mið 18. september 2024 09:43
Elvar Geir Magnússon
Martial til AEK Aþenu (Staðfest)
Anthony Martial lendir í Grikklandi í kvöld.
Anthony Martial lendir í Grikklandi í kvöld.
Mynd: EPA
Anthony Martial, fyrrum sóknarmaður Manchester United, hefur gengið í raðir gríska félagsins AEK í Aþenu á frjálsri sölu.

„Töframaðurinn er að mæta," segir í tilkynningu AEK á samfélagsmiðlum.

Martial lendir í grísku höfuðborginni í kvöld og ætla stuðningsmenn AEK að hópast á flugvöllinn og taka á móti honum. Þessi 28 ára leikmaður mun þéna yfir 450 milljónir íslenskra króna á ári.

Hann var í níu ár hjá Manchester United en náði aldrei að sýna almennilegan stöðugleika. Hann sýndi hæfileika sína við og við en stóð ekki undir væntingum. Hann spilaði 317 leiki og skoraði 90 mörk.

AEK er þriðja sigursælasta lið Grikklands, á eftir Olympiakos og Panathinaikos. Liðið er sem stendur á toppi grísku deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner