Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 18. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Sancho geti látið Man Utd líta heimskulega út
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Sancho í leik með Man Utd.
Sancho í leik með Man Utd.
Mynd: Getty Images
David James, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, telur að Manchester United hafi gert stór mistök með því að losa sig við Jadon Sancho.

Sancho gekk í raðir Chelsea á gluggadeginum síðasta eftir hreint út sagt ömurlega dvöl hjá United.

Það voru miklar vonir bundnar við Sancho, sem er 24 ára kantmaður, þegar hann gekk í raðir United. En hann gerði lítið sem ekki neitt í rauða búningnum nema að lenda í rifrildi við stjóra liðsins. Þegar hann kvaddi United í gegnum samfélagsmiðla þá voru mjög litlar tilfinningar í þeirri færslu, nánast engar.

„Bestu kaupin að mínu mati voru þau þegar Chelsea krækti í Sancho," sagði James.

„Hann byrjaði mjög vel gegn Bournemouth og það er enginn vafi á því að það er góður leikmaður þarna. En af einhverri ástæðu gekk þetta ekki hjá United. Það getur gerst hjá ungum leikmönnum að hlutirnir ganga ekki upp."

James, sem spilaði á sínum tíma með ÍBV, telur að Sancho geti blómstrað hjá Chelsea.

„Hann mun fá mörg tækifæri til að sýna hæfileika sína hjá Chelsea á tímabilinu. Mér finnst þetta frábær kaup og ég held að ferskt umhverfi sé nákvæmlega það sem hann þarf til að sýna að hann sé einn af betri sóknarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar."

„Ef hann nær að fylgja í fótspor Cole Palmer og sýna sig hjá Chelsea, þá mun það láta United líta frekar kjánalega út," segir James.
Athugasemdir
banner
banner
banner