Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. október 2019 12:19
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Daily Mail 
Lið tímabilsins til þessa - Fjórir úr Liverpool
Tammy Abraham og Mason Mount.
Tammy Abraham og Mason Mount.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað á morgun eftir landsleikjahlé. Það eru átta umferðir búnar og Daily Mail opinberaði í dag úrvalslið deildarinnar hingað til.

Í markinu er hinn 21 árs gamli markvörður Bournemouth, Aaron Ramsdale. Ramsdale er U21 landsliðsmaður Englands.

Í vörninni má finna tvo leikmenn Liverpool, það eru miðvörðurinn Virgil van Dijk og bakvörðurinn Andy Robertson.

Í hægri bakverði er Ricardo Pereira sem hefur verið hreinlega magnaður með Leicester. Liðsfélagi hans Caglar Söyuncu er einnig í liðinu en Tyrkinn hefur verið geggjaður í hjarta varnarinnar.

Belginn Kevin De Bruyne er með átta stoðsendingar í sjö leikjum fyrir Manchester City og er í liðinu. Þar er annar City maður, Sergio Aguero sem skorað hefur átta mörk í átta leikjum.

Fabinho hjá Liverpool er besti varnartengiliður deildarinnar um þessar mundir og liðsfélagi hans Sadio Mane hefur leikið varnarmenn andstæðingana grátt.

Þá eru tveir spennandi ungir leikmenn hjá Chelsea í liðinu. Mason Mount er klárlega að læra mikið af stjóra sínum, Frank Lampard. Svo er það sóknarmaðurinn Tammy Abraham sem er markahæstur í deildinni ásamt Aguero.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner