Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. október 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Rodri: Liðið hans Klopp ræðst á þig eins og dýr
Rodri.
Rodri.
Mynd: Getty Images
„Það er tilgangslaust að vinna Watford 8-0 ef við töpum síðan næsta leik," sagði Rodri, miðjumaður Manchester City, í viðtali við The Guardian í dag.

Manchester City er átta stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru búnar í ensku úrvalsdeildinni. Rodri kom til Manchester City frá Atletico Madrid í sumar en hann hefur hrifist af liði Liverpool eftir að hann mætti í enska boltann.

„Þetta er eitt besta lið sem ég hef séð á undanförnum árum," sagði Rodri. „Fólk horfir á Liverpool sem skyndisóknarlið en þeir eru með yfirhöndina, skora úr föstum leikatriðum, sóknarleikurinn er vel skipulagður og þeir hafa fjölbreytni."

„Liðin hans Klopp eru erfið og líkamlega sterk. Þau ráðast á þig eins og dýr. Þeir eru eins og hnífur, einn leikmaður ræðst á þig og svo annar. Öll lið lenda hins vegar í erfiðleikum og við þurfum að vera klárir (ef þeir gera það)."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner