Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 18. október 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hinrik Harðar: Skagamenn fóru 'all in' sem kveikti í mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hinrik Harðarson var í gær tilkynntur sem nýr leikmaður ÍA. Félagið keypti hann af Þrótti þar sem hann er uppalinn. Hinrik er 19 ára sóknarmaður sem var valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar.

„Tilfinningin er geggjuð, ég er ógeðslega spenntur; sjaldan verið jafn spenntur að byrja nýtt tímabil. Ég get ekki beðið eftir að byrja að æfa með strákunum og kynnast öllu lífinu upp á Skaga," segir Hinrik sem mun flytja á Akranes.

„Mér fannst það sem þeir gerðu til að ná í mig, og hvað þeir vildu mig mikið, kveikti mjög vel í mér. Það var fyrst og fremst mjög erfitt að fara frá uppeldisliðinu og klúbbnum sem ég hef verið í síðan ég var fjögurra ára, ég veit líka að staðan í Þrótti núna er geggjuð; mikil uppbygging og allt fólkið og leikmannahópurinn núna er geggjaður. Ég er alveg viss um að Þróttur muni ná mjög langt á næsta tímabili. Það þurfti að vera eitthvað ógeðslega spennandi og þetta var það."

Umgjörðin og umhverfið heillar
Hvað var það sem menn af Skaganum gerðu til að sannfæra þig?

„Þeir eru með góða stefnu, eru með flotta umgjörð í kringum liðið, eru að styrkja innviðina sérstaklega. Það er hálfatvinnumannaumhverfi sem er að heilla mig mikið. Ég held ég geti tekið góð skref þarna."

Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, ræddi við Hinrik áður en hann tók ákvörðun. „Hann hjálpaði mér mikið, virðist vera algjör toppgaur. Það var ógeðslega mikill spenningur hjá þeim að fá mig, ég fann það og fann að þetta var rétt."

Hafðiru úr mörgu að velja? Var búið að samþykkja mörg tilboð?

„Það voru nokkur lið sem höfðu áhuga, en það er bara þannig að ef þú ferð í eitthvað 'all in' þá færðu það oftast. Það var bara þannig með Skagamenn."

Hann var sérstaklega spurður hvort hann hefði rætt við FH, sem er félagið þar sem faðir hans, Hörður Magnússon, gerði garðinn fræga.

„Auðvitað var það mögulega einhver séns, en á endanum var þetta lendingin og ég er gríðarlega ánægður með það."

Viss um að hann mun snúa aftur í Þrótt einn daginn
Var lykilatriði að liðið væri í efstu deild?

„Já, mér fannst það. Mér fannst ekki rétt að fara frá Þrótti og vera fara spila á móti Þrótti í fyrstu deild, það heillar mig ekki. Ég sé fram á að geta styrkt liðið hjá ÍA og ég er ekki að fara frá Þrótti til að vera spila eitthvað lítið. Auðvitað er það undir mér komið, fer eftir hvernig ég stend mig, hvort ég spila eða ekki. Ég sé fram á mikla möguleika að geta hjálpað liðinu og það var planið. Ég er samt viss um að ég mun snúa aftur til Þróttar einn daginn."

Hinrik hefur tekið miklum framförum síðustu ár. „Ég þakka þjálfurunum sem ég hef haft, yngri flokka þjálfarana sem hafa verið með mig og síðustu tvö ár með Jeffsy og hópnum. Hópurinn í Þrótti er geggjaður, geggjaður andi sem hefur hjálpað mér mjög mikið. Það er þannig að með því að spila fullorðinsbolta í 2-3 ár þá muntu bæta þig," sagði Hinrik að lokum.
Athugasemdir
banner