Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 18. nóvember 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Kemst U21 á EM? - Stórleikur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landslið Íslands er í harðri baráttu um sæti á EM á næsta ári. Ísland átti að mæta Armeníu í dag en þeim leik var frestað vegna stríðsástands þar í landi.

Ólíklegt er að leikurinn fari fram en líklegt er að úrslit Armeníu í undankeppninni verði þurrkuð út.

Ísland er í 2. sæti í riðlinum og ef það breytist ekki fer liðið í lokakeppni EM á næsta ári sem eitt af fimm liðum í Evrópu með bestan árangur í 2. sæti.

Til að halda 2. sætinu þarf Ísland hins vegar að treysta á að Svíþjóð nái ekki að vinna Ítalíu á útivelli í dag klukkan 16:30. Ítalía hefur nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum.

Ef Svíþjóð vinnur ekki bendir allt til þess að Ísland fari í lokakeppni EM í annað skipti í sögunni.

Fyrirkomulag keppninnar er öðruvísi vegna kórónuveirunnar en riðlakeppnin verður í Ungverjalandi og Slóveníu í lok mars. 31.maí-6. júní verða síðan 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner