
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag líkt og vanalega. Skoðum helstu kjaftasögur dagsins.
Manchester City ætlar að gera aðra tilraun til að fá Lionel Messi (33) frá Barcelona í janúar. Argentínumaðurinn verður samningslaus næsta sumar. (Sun)
Malick Thiaw (19) varnarmaður Schalke segist vera upp með sér yfir að heyra af áhuga frá Liverpool. (Mirror)
Chelsea vill fá Jude Bellingham (17) miðjumann Borussia Dortmund í sínar raðir frekar en Declan Rice (21) frá West Ham. (Eurosport)
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, á eftir að ákveða framtíð sína hjá félaginu en hann verður samningslaus næsta sumar. (Goal)
Leicester er að skoða Nuno Mendes (18) vinstri bakvörð Sporting Lisabon en hann er með riftunarverð í samningi sínum upp á 40 milljónir punda. (Mail)
Kepa Arrizabalaga (26) markvörður Chelsea er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að fara á lán í janúar. Kepa vill spila fyrir EM næsta sumar. (Sun)
Manchester City ætlar að berjast við Bayern Munchen um Denis Zakaria (23) miðjumann Gladbach. (Calciomercato)
Claudio Marchiso, fyrrum miðjumaður Juventus, vill fá Paul Pogba (27) aftur til félagsins frá Manchester United. (Mirror)
Manchester United gæti selt Phil Jones (28), Sergio Romero (33) og Marcos Rojo (30) í janúar. (Manchester Evening News)
Samningaviðræður Adama Traore (24) og Wolves hafa siglt í strand en hann er ósáttur við spiltíma sinn. (Goal)
West Ham hefur boðist að fá framherjann Mariano Diaz (27) frá Real Madrid. (Mail)
Arsenal er að íhuga að skipta við Inter á Christian Eriksen (28) og Granit Xhaka (28). (Talksport)
Arsenal er einnig að íhuga að lána varnarmanninn William Saliba (19). (Evening Standard)
Antonio Conte, fyrrum stjóri Chelsea, segist hafa viljað fá Virgil van Dijk og Romelu Lukaku til félagsins á sínum tíma. (Telegraph)
Olivier Giroud (34) ætlar að fara frá Chelsea í janúar ef spiltími hans fer ekki að aukast. (The Athletic)
Arsenal ætlar ekki að semja við Mitchel Bergkamp (22) son Dennis Bergkamp. Mitchel var á reynslu hjá Arsenal á dögunum. (Goal)
Athugasemdir