Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. nóvember 2020 16:55
Elvar Geir Magnússon
Þjóðadeildin: Albanía upp í B-deildina
Albanía komst upp úr C-deildinni.
Albanía komst upp úr C-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni er lokið í riðli 4 í C-deild Þjóðadeildarinnar. Albanía vann 3-2 sigur gegn Hvíta-Rússlandi og tryggði sér þar með sigur í riðlinum. Albanía verður því með Íslandi í B-deildinni í næstu Þjóðadeild.

Sokol Cikalleshi, leikmaður Konyaspor, skoraði tvö mörk fyrir albanska liðið í leiknum.

Albanía vann riðilinn með ellefu stig en Hvíta-Rússland endaði með tíu stig. Litháen náði þriðja sætinu en liðið vann 2-1 útisigur í Kasakstan. Litháen endaði með átta stig en Kasakstan fjögur..

Kasakstan fer í umspil og gæti fallið niður í D-deildina.

Albanía 3 - 2 Hvíta-Rússland
1-0 Sokol Cikalleshi ('20 )
2-0 Sokol Cikalleshi ('27 , víti)
2-1 Maksim Skavysh ('35 )
3-1 Rey Manaj ('44 )
3-2 Max Ebong ('80 )

Kasakstan 1 - 2 Litháen
1-0 Abat Aimbetov ('38 )
1-1 Modestas Vorobjovas ('40 )
1-2 Arvydas Novikovas ('90 )
Rautt spjald: Islambek Kuat, Kasakstan ('50)
Athugasemdir
banner