Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 18. nóvember 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Gunnar: Ég hefði viljað fá tækifærið og traustið
Ég er ekki kominn með neitt fast í hendi og ætla skoða mín mál
Ég er ekki kominn með neitt fast í hendi og ætla skoða mín mál
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hafði ekki áhuga á því að vera aftur markmaður númer tvö
Ég hafði ekki áhuga á því að vera aftur markmaður númer tvö
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í vikunni var tilkynnt að Atli Gunnar Guðmundsson væri farinn frá FH. Markvörðurinn lék tólf deildarleiki og alla fimm bikarleiki FH í sumar. Seyðfirðingurinn er 29 ára gamall og er nú án félags. Hann kom til FH fyrir tímabilið 2021, kom inn á gegn Stjörnunni og spilaði svo gegn Breiðabliki í næst síðustu umferð mótsins í fyrra.

„Aðdragandinn var sá að ég hafði áhuga á því, eftir að hafa unnið mig inn í liðið, að halda áfram að vera númer eitt í FH, að spila sem aðalmarkmaður. Þegar ljóst varð að Gunnar (Nielsen) yrði ekki áfram bjóst ég alveg við því að FH myndi taka inn annan markmann," sagði Atli við Fótbolta.net.

„Ég fékk þau skilaboð að þeir ætluðu að fá markmann sem þeir teldu kost númer eitt, markmann sem ætti að fá keflið og vera aðalmarkmaður. Ég hafði ekki áhuga á því að vera aftur markmaður númer tvö, sagði að ég væri búinn að vinna mig einu sinni inn í liðið og búinn að sýna það sem ég gat."

„Ég hefði viljað fá tækifærið og fá traustið, en þeir voru með önnur plön. Það er ekkert að því, plön breytast og menn hafa misjafnar skoðanir. Staðan er sú að Sindri (Kristinn Ólafsson) kemur inn og mun fá traustið til að vera aðalmarkmaður. Ég ákvað því að nýta klásúlu í samningnum mínum og við komumst að samkomulagi að ég myndi fara frá félaginu."


Hefur Atli hugsað út í mögulegt næsta skref?

„Ég er ekki búinn að ákveða neitt ennþá. Þetta er nýlega búið að ske, það er ekki langt síðan mótið kláraðist, og maður er í smá 'off-season' gír. Ég er ekki kominn með neitt fast í hendi og ætla skoða mín mál."

„Eins og staðan er núna er ég að fara í aðgerð á puttanum, ég brotnaði í bikarúrslitaleiknum og spilaði síðustu leikina brotinn. Ég má ekkert vera í marki á æfingum fram yfir jól."
sagði Atli

Í kvöld verður birt lengra viðtal við Atla um tímabilið í ár og tímann hjá FH.
Athugasemdir
banner