Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. nóvember 2022 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd vinnur í því að reka Ronaldo
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Manchester United hefur tekið fyrstu skrefin í því að sparka portúgölsku ofurstjörnunni Cristiano Ronaldo frá félaginu.

Þetta segir Chris Wheeler, fréttamaður Daily Mail, og fjallar hann um það að United ætli sér að reka Ronaldo fyrir brot á samningi sínum.

Ronaldo fór á dögunum í umtalað viðtal við Piers Morgan þar sem hann lét mikið flakka. Hann skaut þar föstum skotum að Manchester United og ungum leikmönnum liðsins, stjóranum Erik ten Hag og goðsögnum á borð við Wayne Rooney.

Ronaldo, sem er 37 ára, er ósáttur við það hlutverk sem hann hefur verið í hjá Man Utd á þessari leiktíð og segir Ten Hag sýna sér vanvirðingu með framkomu sinni.

United sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem fram kom að ákveðið ferli væri hafið hjá félaginu út af þessu viðtali.

Núna er talað um það að Man Utd sé að vinna með lögmönnum sínum að riftun samnings Ronaldo fyrir brot á samningnum. Hann hafi þá brotið gegn samningnum með því að fara í þetta viðtal. Ef þetta gengur upp þá mun Ronaldo tapa 16 milljónum punda af launum sínum hjá Man Utd.

Það verður áhugavert að sjá hver framvinda þessa máls verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner