Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 18. nóvember 2023 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland meiddur og spilar ekki gegn Skotlandi
Mynd: Getty Images

Erling Haaland mun ekki spila með norska landsliðinu sem mætir því skoska í undankeppni EM á sunnudaginn á Hampden Park vegna meiðsla.


Haaland meiddist á fæti í sigri gegn Færeyjum í æfingaleik á fimmtudaginn.

„Hann er sárþjáður og er með takmarkaða hreyfigetu svo leikurinn gegn Skotlandi kemur aðeins of snemma fyrir hann," sagði læknir landsliðsins.

Skotland og Spánn eru búin að tryggja sér tvö efstu sætin en Noregur er í þriðja sæti og freistar þess að komast í umspil um sæti á EM.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner