Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir leikmaður Hauka æfði í vikunni með u20 ára liði Wolfsburg.
Ragnheiður er 15 ára gömul en fagnar 16 ára afæmli sínu síðar í þessum mánuði var mjög ánægð eftir æfingarnar í Wolfsburg.
„Þetta var mikil upplifun og virkilega gaman að takast á við þessa áskorun þar sem við æfðum tvisvar á dag," sagði Ragnheiður en þetta kemur fram á Facebook síðu Hauka.
Ragnheiður hefur þegar spilað 39 leiki með Haukum og hefur skorað 18 mörk. Hún á að baki 21 leik með yngri landsliðum Íslands og skroað fjögur mörk.
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með Wolfsburg en þær hittust á meðan Ragnheiður var við æfingar hjá liðinu.
Athugasemdir