Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 18. nóvember 2023 19:16
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Wales í erfiðri stöðu eftir jafntefli
Það var hiti í mönnum í jafnteflinu í Armeníu.
Það var hiti í mönnum í jafnteflinu í Armeníu.
Mynd: EPA
Lovro Majer afgreiddi Letta með marki og stoðsendingu.
Lovro Majer afgreiddi Letta með marki og stoðsendingu.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í undankeppni fyrir EM á næsta ári og er Wales komið í slæma stöðu eftir jafntefli í Armeníu.

Lucas Zelarayan kom Armenum yfir snemma leiks en gestunum frá Wales tókst að jafna undir lok fyrri hálfleiks.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem heimamenn virtust þó hættulegri, en hvorugu liði tókst að bæta marki við og urðu lokatölur 1-1.

Það var mikið af úrvalsdeildar og Championship leikmönnum í liði Wales en þeim tókst ekki að sýna sitt rétta andlit á erfiðum útivelli.

Wales hefur verið í harðri baráttu við Króatíu um annað sæti D-riðils og var útlitið gott þegar Walesverjar unnu innbyrðisviðureign gegn Króötum á heimavelli í október, en nú hefur það versnað aftur.

Króatía lagði Lettland auðveldlega að velli í dag þar sem Lovro Majer skoraði sjálfur og lagði upp fyrir Andrej Kramaric í 0-2 sigri.

Króatar eru komnir með 13 stig fyrir lokaumferðina og sitja í öðru sæti, tveimur stigum fyrir ofan Wales. Þeim nægir því sigur á heimavelli gegn Armeníu í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti á EM.

Takist þeim ekki að sigra gegn Armenum munu Walesverjar eiga góða möguleika á að stela öðru sætinu með sigri á heimavelli gegn Tyrklandi. Ef Króatía og Wales enda jöfn á stigum þá fer Wales áfram útaf betri árangri í innbyrðisviðureignum, þó að Króatar séu með talsvert betri markatölu.

Að lokum hafði Belarús betur gegn Andorru í botnslag I-riðils.

Armenía 1 - 1 Wales
1-0 Lucas Zelarrayan ('5 )
2-0 Nayair Tiknizyan ('45 , sjálfsmark)

Lettland 0 - 2 Króatía
0-1 Lovro Majer ('7 )
0-2 Andrej Kramaric ('16 )

Belarús 1 - 0 Andorra
1-0 Denis Laptev ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner