Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 18. nóvember 2023 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham og Aston Villa orðuð við Albert
watermark
Mynd: Getty Images
Calcio Mercato greinir frá því að West Ham United og Aston Villa hafa bæði áhuga á Alberti Guðmundssyni, sóknarleikmanni Genoa á Ítalíu.

Albert hefur verið meðal betri leikmanna Serie A deildarinnar á fyrri hluta tímabils og hafa mörg félög sýnt honum áhuga, þar á meðal Tottenham og Napoli.

Albert er nýlega búinn að gera nýjan samning við Genoa og ætlar félagið að halda honum innan sinna raða út þetta tímabil hið minnsta og mögulega lengur ef það verður mögulegt. Sagt er að það þurfi að minnsta kosti tilboð upp á 20 milljónir evra svo Genoa íhugi að selja Íslendinginn.

Albert er 26 ára gamall og er kominn með 7 mörk og 1 stoðsendingu í 14 leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner