
Franski framherjinn Karim Benzema hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga og er talað um að samband hans og Didier Deschamps, þjálfara landsliðsins, sé í molum, en Benzema mun samt sem áður styðja sína menn áfram.
Benzema meiddist stuttu fyrir heimsmeistaramótið en Deschamps og læknir Frakka ákváðu að senda hann heim þrátt fyrir að hann hafi viljað vera áfram.
Talað var um það fyrir úrslitaleikinn að Benzema gæti verið með, þar sem hann væri nú meiðslalaus, en það var svo gott sem útilokað af Deschamps og framherjanum.
Benzema var með dulin skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem hann birti mynd af sér og sagðist ekki hafa áhuga. Gæti hann hafa vísað í það að mæta á úrslitaleikinn.
Ekki er víst hvað er til í því en hann styður alla vega Frakka áfram í þessum leik.
„Það er komið að þessu. Koma svo, gerum þetta saman. Áfram bláir,“ sagði Benzema á samfélagsmiðlum.
C’est l’heure… tous ensemble ???????????? Vamonos ???? Allez les Bleus ???????? pic.twitter.com/7TXiEHxNUo
— Karim Benzema (@Benzema) December 18, 2022
Athugasemdir