Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 18. desember 2022 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi tók fram úr Ronaldo með síðara marki sínu
Mögnuð vera.
Mögnuð vera.
Mynd: EPA
Lionel Messi er heimsmeistari í fótbolta. Kirsuberið ofan á ótrúlegan, ótrúlegan feril hjá honum.

Messi skoraði tvennu þegar Argentína fór með sigur af hólmi gegn Frakklandi í úrslitaleiknum. Líklega var þetta besti úrslitaleikur sögunnar, magnaður leikur.

Messi, sem er 35 ára, hefur átt magnað mót og er hann núna búinn að gera 13 mörk á HM.

Hann er þá einnig búinn að gera 13 mörk í Suður-Ameríkubikarnum, Copa America. Er hann núna orðinn markahæsti Suður-ameríski leikmaðurinn á stórmót með 26 mörk.

Hann tók fram úr brasilíska Ronaldo með síðara marki sínum í úrslitaleiknum í dag.


Athugasemdir
banner
banner