
Lionel Messi er heimsmeistari í fótbolta. Kirsuberið ofan á ótrúlegan, ótrúlegan feril hjá honum.
Messi skoraði tvennu þegar Argentína fór með sigur af hólmi gegn Frakklandi í úrslitaleiknum. Líklega var þetta besti úrslitaleikur sögunnar, magnaður leikur.
Messi, sem er 35 ára, hefur átt magnað mót og er hann núna búinn að gera 13 mörk á HM.
Hann er þá einnig búinn að gera 13 mörk í Suður-Ameríkubikarnum, Copa America. Er hann núna orðinn markahæsti Suður-ameríski leikmaðurinn á stórmót með 26 mörk.
Hann tók fram úr brasilíska Ronaldo með síðara marki sínum í úrslitaleiknum í dag.
26 - Lionel Messi has scored 26 goals in major international tournaments for Argentina (13 World Cup, 13 Copa América), the most of any South American player in history across the two competitions, overtaking Ronaldo (25). Stage. pic.twitter.com/fCO23zey8O
— OptaJoe (@OptaJoe) December 18, 2022
Athugasemdir