Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   sun 18. desember 2022 14:54
Brynjar Ingi Erluson
Myndir: Elon Musk, Zlatan, Pogba og Macron á úrslitaleiknum
Leikur Argentínu og Frakklands í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar fer að hefjast eftir nokkrar mínútur en það eru mörg stór nöfn í stúkunni í dag.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 15:00 þar sem allt er undir í stærsta móti heims.

Það má sjá marga þekkta menn í stúkunni en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er á meðal gesta. Paul Pogba, Ngolo Kante og fleiri góðir Frakkar eru með honum.

Þá er sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic einnig á svæðinu og þá var einn umdeildasti maður internetsins að láta sjá sig, enginn annar en sjálfur Elon Musk, eigandi Twitter.

Hægt er að sjá myndir hér fyrir neðan.








Athugasemdir
banner
banner
banner