Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   sun 18. desember 2022 14:54
Brynjar Ingi Erluson
Myndir: Elon Musk, Zlatan, Pogba og Macron á úrslitaleiknum
Leikur Argentínu og Frakklands í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar fer að hefjast eftir nokkrar mínútur en það eru mörg stór nöfn í stúkunni í dag.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 15:00 þar sem allt er undir í stærsta móti heims.

Það má sjá marga þekkta menn í stúkunni en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er á meðal gesta. Paul Pogba, Ngolo Kante og fleiri góðir Frakkar eru með honum.

Þá er sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic einnig á svæðinu og þá var einn umdeildasti maður internetsins að láta sjá sig, enginn annar en sjálfur Elon Musk, eigandi Twitter.

Hægt er að sjá myndir hér fyrir neðan.








Athugasemdir
banner