Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 18. desember 2022 18:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Piers Morgan svarar fyrrum leikmanni ÍR - Segir Ronaldo enn bestan
Rees Greenwood fagnar marki með ÍR.
Rees Greenwood fagnar marki með ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Að Lionel Messi hafi unnið heimsmeistaratitilinn með Argentínu í dag, það endar umræðuna um besta fótboltamann sögunnar fyrir marga.

En ekki fyrir fjölmiðlamanninn Piers Morgan.

Morgan heldur því áfram staðfastlega fram að Cristiano Ronaldo sé bestur í sögunni. Spilar það líklega inn í að Ronaldo hefur tvisvar samþykkt að fara í viðtal hjá Morgan, nú síðast áður en HM hófst. Það viðtal varð til þess að samningi hans hjá Manchester United var rift.

Morgan svaraði Rees Greenwood, fyrrum leikmanni ÍR, á samfélagsmiðlum áðan eftir að Greenwood sagði fjölmiðlamanninum að hann ætti að snúa sér að einhverju öðru en fótbolta því hann vissi ekkert um hann.

„Þú ert algjörlega búinn á því vinur. Farðu að tala um eitthvað annað því þú veist ekki neitt um fótbolta," sagði Greenwood eftir að Morgan birti tíst um að Ronaldo væri bestur í sögunni þrátt fyrir að Messi væri núna heimsmeistari.

Morgan ákvað að svara. Svar hans var einfaldlega leiðrétting á stafsetningu Greenwood; ekkert meira en það. Rökin voru ekki meiri en það.


Athugasemdir
banner
banner