
Að Lionel Messi hafi unnið heimsmeistaratitilinn með Argentínu í dag, það endar umræðuna um besta fótboltamann sögunnar fyrir marga.
En ekki fyrir fjölmiðlamanninn Piers Morgan.
En ekki fyrir fjölmiðlamanninn Piers Morgan.
Morgan heldur því áfram staðfastlega fram að Cristiano Ronaldo sé bestur í sögunni. Spilar það líklega inn í að Ronaldo hefur tvisvar samþykkt að fara í viðtal hjá Morgan, nú síðast áður en HM hófst. Það viðtal varð til þess að samningi hans hjá Manchester United var rift.
Morgan svaraði Rees Greenwood, fyrrum leikmanni ÍR, á samfélagsmiðlum áðan eftir að Greenwood sagði fjölmiðlamanninum að hann ætti að snúa sér að einhverju öðru en fótbolta því hann vissi ekkert um hann.
„Þú ert algjörlega búinn á því vinur. Farðu að tala um eitthvað annað því þú veist ekki neitt um fótbolta," sagði Greenwood eftir að Morgan birti tíst um að Ronaldo væri bestur í sögunni þrátt fyrir að Messi væri núna heimsmeistari.
Morgan ákvað að svara. Svar hans var einfaldlega leiðrétting á stafsetningu Greenwood; ekkert meira en það. Rökin voru ekki meiri en það.
It’s ‘you’re.’ https://t.co/qigwRpaWbb
— Piers Morgan (@piersmorgan) December 18, 2022
Athugasemdir