Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Barcelona og Bayern hafa áfram áhuga á Vlahovic
Vlahovic með bros á vör.
Vlahovic með bros á vör.
Mynd: EPA
Dusan Vlahovic, serbneski sóknarmaðurinn hjá Juventus, spilar væntanlega ekki aftur fyrr en í mars vegna slæmra meiðsla sem hann hlaut í læri.

Samningur Vlahovic við Juventus rennur út næsta sumar og hann er eitt stærsta nafnið sem er að verða samningslaust.

Calciomercato segir að evrópsku stórliðin Barcelona og Bayern München hafi bæði áhuga á Vlahovic og fylgist grannt með gangi mála. AC Milan er einnig sagt áhugasamt.

Lítið hefur verið að frétta af viðræðum Vlahovic við Juventus um framlengingu á samningi hans.
Athugasemdir
banner