Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fleiri en Damir að kveðja Breiðablik í kvöld?
Ágúst Orri og Valgeir verið orðaðir við atvinnumennsku.
Ágúst Orri og Valgeir verið orðaðir við atvinnumennsku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður breyting í þjálfarateymi Breiðabliks?
Verður breyting í þjálfarateymi Breiðabliks?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ljóst að Damir Muminovic kveður Breiðablik eftir leikinn gegn Strasbourg í kvöld, en hann fékk ekki nýjan samning hjá félaginu og er búinn að semja við Grindavík.

Þorleifur Úlfarsson er með lausan samning og spurning hvert hans næsta skref verður. Guðmundur Magnússon er á láni frá Fram út mánuðinn og óvissa með hann framtíð og Tobias Thomsen er búinn að semja við HB Köge í Danmörku.

„Tobias er að kveðja, Gummi Magg er á lánssamningi og það er eitthvað sem á eftir að skoða og Dolli (Þorleifur) er að renna út og er ekki búinn að skrifa undir þannig við vitum ekki hvernig staðan er á honum," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, á fréttamannafundi í gær.

Þeir Ágúst Orri Þorsteinsson, Anton Logi Lúðvíksson, Valgeir Valgeirsson og Þorleifur Úlfarsson hafa verið orðaðir við atvinnumennsku og spurning hvort þeir taki skrefið út í vetur.

Þá hefur verið slúðrað um það að Arnór Sveinn Aðalsteinsson verði ekki áfram aðstoðarþjálfari liðsins á næsta tímabili og hefur Ari Freyr Skúlason, fyrrum liðsfélagi Ólafs Inga í landsliðinu, verið nefndur sem mögulegur kostur í það starf.
Athugasemdir
banner