Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 19. janúar 2021 23:10
Aksentije Milisic
Lampard: Erum í lægð og ég hef áhyggjur
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, viðurkenndi eftir leik liðsins í kvöld gegn Leicester að hann hefur áhyggjur af lægðinni sem Chelsea liðið er í þessa stundina.

Chelsea tapaði sannfærandi fyrir Leicester í kvöld en liðið hefur ekki verið að spila vel á síðustu vikum.

„Leicester er lið sem er í góðu formi. Við erum ekki í góðu formi. Við gátum spilað betur í dag, flóknara er það ekki," sagði Lampard.

„Mjög svekktur með að fá mark á okkur svona snemma. Við vorum í góðum málum í desember mánuði, tveimur stigum frá toppnum. Við verðum að fara sýna meiri vinnusemi og komast úr þessum aðstæðum sem við erum í núna. Leicester var betra liðið í dag."

„Leikmennirnir verða að halda áfram en þeir verða einnig að opna augun og skoða þessa frammistöðu í dag. Þeir verða að sjá orkuna sem var í Leicester liðinu sem við höfðum ekki."
Athugasemdir
banner
banner