mið 19. janúar 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Arteta á fréttamannafundi - Tjáði sig um Aubameyang og Partey
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: EPA
Thomas Partey, miðjumaður Arsenal.
Thomas Partey, miðjumaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, svaraði spurningum fjölmiðlamanna í dag en annað kvöld verður seinni undanúrslitaleikur Arsenal og Liverpool í deildabikarnum. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli.

Hér má sjá samantekt á því helsta sem fram kom á fréttamannafundinum í dag.

Arsenal bað um að grannaslagnum gegn Tottenham sem átti að vera síðasta sunnudag yrði frestað
„Við vorum ekki með nægilega marga leikmenn til að mynda hóp til að spila úrvalsdeildarleik, það er 100% klárt. Þessum leik var frestað á réttan hátt, trúið mér."

Um ástandið á hópnum
„Við spiluðum gegn Nottingham Forest þegar það vantaði tíu leikmenn. Svo fórum við til Liverpool án margra leikmanna. Það eru engin ný tilfelli og ef allir leikmenn sem ég býst við að verði með þá fer leikurinn fram. Við viljum spila fótbolta."

Pierre-Emerick Aubameyang er kominn aftur til Arsenal frá Afríkukeppninni vegna hjartavandamála
„Hann er í London og er að ganga í gegnum skoðanir. Það er skylda okkar að gæta heilsu leikmannsins. Það hafa ekki verið vandamál hjá honum og vonandi verður það þannig áfram."

Gana er úr leik í Afríkukeppninni. Gæti Thomas Partey spilað gegn Liverpool?
„Þeir spiluðu í gær og það voru gríðarleg vonbrigði fyrir Thomas því hann var þarna til að spila fyrir þjóð sína. Nú er Gana úr leik og hann verður að einbeita sér að fullu á Arsenal. Hvenær spilar hann aftur fyrir okkur? Sem fyrst."

Það er sæti í úrslitaleik á Wembley í húfi
„Við erum hér til að ná árangri og ná í bikara til að gleðja okkar fólk. Við erum hér til að gera það sem félagið hefur alltaf verið að gera í sögunni, það er okkar markmið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner