Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. janúar 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Daníel Leó í viðræðum við pólskt úrvalsdeildarfélag
Daníel Leó á leið til Póllands?
Daníel Leó á leið til Póllands?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson er í viðræðum við pólska úrvalsdeildarfélagið Slask Wroclaw en þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Daníel Leó, sem er 26 ára gamall, hefur lítið fengið að spreyta sig með enska B-deildarliðinu Blackpool á þessari leiktíð.

Hann spilaði leik í enska deildabikarnum í lok ágúst en þurfti að bíða í tæpa fjóra mánuði eftir næsta tækifæri. Daníel var í byrjunarliði Blackpool í tapi gegn Middlesbrough og Huddersfield en fékk síðan Covid-19 og var ekki í hóp í síðasta leik.

Sjá einnig:
„Ekkert leyndarmál að mig langi að róa á önnur mið"

Daníel var í viðtali við Fótbolta.net á dögunum og sagði þar að það væri ekkert leyndarmál að honum langaði að skoða það að fara frá Blackpool í glugganum.

„Tækifærin eru búin að vera af skornum skammti, þannig það er ekkert leyndarmál að mig langi að róa á önnur mið. Hvort að af því verði verður að koma í ljós," sagði Daníel við Fótbolta.net.

Í viðræðum við Slask Wroclaw

Enski vefmiðillinn greindi frá því þann 10. janúar að pólska úrvalsdeildarfélagið Slask Wroclaw hefði áhuga á því að fá Daníel í þessum glugga.

Daníel Leó er í viðræðum við félagið eftir því sem Fótbolti.net kemst næst og ættu hans mál að skýrast á næstu dögum en Slask er í tíunda sæti pólsku deildarinnar með 24 stig eftir nítján leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner