mið 19. janúar 2022 21:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: United vaknaði í síðari hálfleik
Bruno Fernandes, Cristiano Ronaldo og Marcus Rashford
Bruno Fernandes, Cristiano Ronaldo og Marcus Rashford
Mynd: EPA
Brentford 1 - 3 Manchester Utd
0-1 Anthony Elanga ('55 )
0-2 Mason Greenwood ('62 )
0-3 Marcus Rashford ('77 )
1-3 Ivan Toney ('85 )

Brentford og Man Utd áttust við í ensku úrvalsdeildinni í kvöld á heimavelli Brentford.

Heimamenn byrjuðu betur en fóru ansi illa með færin sín, David De Gea vel á verði í marki United. Gestunum gekk mjög illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik og staðan var markalaus í hálfleik.

Eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik átti Fred fyrirgjöf sem endaði loks á kollinum á hinum unga Anthony Elanga og hann skallaði boltann í netið og kom United yfir.

Eftir klukkutíma leik splúndruðu Portúgalarnir í United vörn Brentford. Ronaldo kassaði boltann á Bruno Fernandes sem brunaði í átt að marki og renndi boltanum á Mason Greenwood sem skoraði á opið markið.

United menn voru ekki hættir því varamaðurinn Marcus Rashford kom liðinu í þriggja marka forystu með glæsilegu skoti. Ivan Toney klóraði í bakkann fyrir Brentford en hann skoraði eftir að boltinn datt fyrir hann eftir langt innkast.
Athugasemdir
banner
banner