Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. janúar 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Daði tilbúinn að taka á sig launalækkun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson gekk í raðir Millwall sumarið 2019 frá Reading. Millwall greiddi um 700 þúsund pund fyrir íslenska landsliðsframherjann og gerði hann að einn af launahæstu leikmönnum liðsins samkvæmt enskum heimildum.

Jón Daði er í frystinum hjá Millwall en í gær var greint frá því að Bolton vonaðist til að ganga frá lánssamningi við Millwall í þessari viku.

Nú greinir The Bolton News frá því að Jón Daði sé tilbúinn að taka á sig launalækkun til að skiptin geti gengið í gegn.

Bolton er einnig sægt vera í lykilstöðu til að landa Jóni Daða í sumar ef að lánsdvölin gengur vel fyrir báða aðila. Landsliðsframherjinn er þrítugur og verður samningslaus í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner