Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. janúar 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Rangnick um Pogba: Af hverju ætti ég ekki að spila honum?
Ralf Rangnick
Ralf Rangnick
Mynd: EPA
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick, stjóri Manchester United, sér ekki ástæðu af hverju hann ætti ekki að spila Paul Pogba út þetta tímabil.

Samningur Pogba við United rennur út í sumar en hann hefur verið orðaður við Barcelona, Juventus og Real Madrid.

Það eru litlar líkur á því að hann framlengi samning sinn við félagið og var Rangnick spurður hvort hann taldi það rétt að spila leikmönnum sem eru að fara í sumar.

„Já, auðvitað. Ég hef líka spilað Nemanja Matic í síðustu leikjum og samningur hans er að renna út. Meðan ég man þá rennur samningur minn sem stjóri félagsins út í sumar. Við erum allir með sameiginlegt markmið og sama metnað til að ná sem mestum árangri á næstu þremur eða fjórum mánuðum," sagði Rangnick.

„Fyrir mér snýst þetta ekki um hvort leikmenn séu að renna út á samningi eða ekki, heldur hversu mikið leikmaðurinn vill vera partur af þessum hóp og hvort sá leikmaður sé bæði tilfinningalega og líkamlega að róa í sömu átt."

„Svo lengi sem það er þannig þá sé ég ekki af hverju Paul Pogba ætti ekki að spila eftir tvo og hálfan mánuð af meiðslum. Hann er klár að spila og vill það. Hann vill sýna stuðningsmönnum United, stjórninni og öllum heiminum hvernig leikmaðurinn hann getur hann verið og þó það sé bara til að sýna nóg til að fá samning annars staðar, þá mun það hvetja hann enn meira áfram. Þannig af hverju ætti ég ekki að spila honum?"

„En eins og ég sagði þá er munur á því hvernig leikmenn eiga við aðstæður. Hvernig gera þeir það? Ef þeir meðhöndla þetta á fagmannlegan hátt, metnaðarfullan hátt, þá mun ég að sjálfsögðu spila þeim leikmönnum þó samningar þeirra klárast í sumar,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner