Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. janúar 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sancho á erfitt með að höndla pressuna eftir risakaupin
Jadon Sancho hefur ekki náð sér almennilega á strik.
Jadon Sancho hefur ekki náð sér almennilega á strik.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho á í vandræðum með að höndla þá pressu sem er á honum eftir að Manchester United keypti hann frá Borussia Dortmund á 73 milljónir punda.

Þetta segir Ralf Rangnick, stjóri United, en Sancho byrjaði á bekknum gegn Aston Villa um síðustu helgi á meðan táningurinn Anthony Elanga var í byrjunarliðinu.

Sancho hefur spilað 23 leiki fyrir United en aðeins skorað tvö mörk og ekki átt stoðsendingu. Það voru miklar vonir og væntingar til hans þegar veskið var opnað á Old Trafford.

„Þetta er öðruvísi deild og hann er að spila fyrir eitt stærsta félag heims. Það er væntanlega mikið í gangi í höfðinu á á honum," segir Rangnick sem hefur staðfest að United hafi skipt yfir í 4-3-3 leikkerfi sem henti vængmönnunum betur en 4-2-2-2 kerfið sem hann notaði fyrst þegar hann tók við.

„Þetta er ekki eins og að vera átján ára óþekktur og hæfileikaríkur enskur strákur sem kemur til Borussia Dortmund. Þar getur þú bara bætt þig. Vætningarnar voru alls ekki þær sömu og þegar hann kom núna til Manchester United fyrir háa fjárhæð."

„Allir kröfðust þess að hann yrði einn besti leikmaður liðsins. Það er sálfræðilega mun meira krefjandi staða en sú sem hann var í hjá Dortmund. Hann þarf að taka réttu skrefin til að verða toppleikmaður hjá félaginu á næsta áratug. Við getum rétt honum hjálparhönd og alla þá aðstoð sem hann þarf. En á endanum er það hans að taka skrefin."

„Á æfingum er hann alltaf meðal bestu manna. En þetta snýst ekki bara um æfingarnar. Ég sagði við hann um daginn að hann þyrfti að sýna sömu frammistöðu á vellinum. Þegar þú ert leikmaður sem byggir á sköpunarmætti og sóknarleik þá snýst þetta um sjálfstraust. Hann er með hæfileikana, engin spurning, en við þurfum að ná því sama út úr honum og hann sýndi með Dortmund."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner