mið 19. janúar 2022 18:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tilboð frá Sádi-Arabíu í Aubameyang
Mynd: EPA
Al-Nassr frá Sádi-Arabíu hefur gert lánstilboð í Pierre-Emerick Aubameyang framherja Arsenal.

Aubameyang hefur ekki leikið með Arsenal síðan 6 desember og var sviptur fyrirliðabandinu eftir að hafa mætt seint heim úr ferðalagi til Frakklands.

Hann fór með landsliði Gabon í Afríkukeppnina en er mættur aftur til London vegna hjartavandamála eftir að hafa greinst með Covid.

Eins og áður segir hefur Al-Nassr gert lánstilboð í leikmanninn og vilja eiga möguleika á að gera samninginn varanlegan. Arsenal hefur ekki svarað neinu þar sem félagið einbeitir sér að því að komast að því hvað er að hrjá leikmanninn.

„Hann er í rannsóknum eftir að hafa verið sendur heim vegna heilsufarsvandamála. Hann er í rannsóknum af því við höfum ekki fengið nein svör frá Gabon hvers vegna hann kom til baka. Það er okkar skylda að leikmaðurinn sé heill heilsu, vonandi er það staðan. Hann hefur enga sögu um slík vandamál," sagði Arteta stjóri Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner