Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 15:10
Brynjar Ingi Erluson
Everton leiðir með þremur mörkum í fyrsta sinn í átta ár
Mynd: Getty Images
Áhrif David Moyes eru þegar farin að sjást á Everton-liðinu en það leiðir með þremur mörgum gegn engu á móti Tottenham á Goodison Park.

Þeir bláklæddu eru að nýta sér meiðslavandræði Tottenham og hafa nýtt færin vel.

Dominic Calvert-Lewin skoraði stórbrotið mark á 13. mínútu er hann fékk boltann í teignum, lék tvisvar á varnarmenn Tottenham áður en hann skoraði. Iliman Ndiaye bætti við öðru eftir hálftíma og þá kom Archie Gray boltanum í eigið net undir lok hálfleiksins.

Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúar árið 2017 sem Everton leiðir með þremur mörkum gegn engu í hálfleik á heimavelli.

Á meðan er allt í molum hjá Ange Postecoglou og Tottenham. Stórt tap í dag gæti verið síðasti naglinn í kistu Ange sem hefur verið gagnrýndur síðustu vikur.

Nottingham Forest er þá að vinna Southampton, 3-0. Forest ætlar sér stóra hluti á tímabilinu og eru að sanna það að þetta er engin bóla.

Elliot Anderson, Callum Hudson-Odoi og Chris Wood skoruðu mörkin, en liðið mun jafna Arsenal, sem er í öðru sæti, að stigum með sigri í dag.

Staðan í leik Man Utd og Brighton er ennþá 1-1.


Athugasemdir
banner
banner
banner