Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Funheitur Elías skoraði sigurmarkið gegn Twente - Gert fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum
Elías Már er kominn með sex deildarmörk
Elías Már er kominn með sex deildarmörk
Mynd: Getty Images
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er kominn í gírinn með NAC Breda en hann gerði sigurmark liðsins í 2-1 sigrinum á Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Elías Már er þrítugur og er á sínu þriðja tímabili með Breda og sjötta tímabilinu í Hollandi.

Hann skoraði sigurmark Breda í 2-1 sigrinum á Twente í dag en hann gerði annað markið í fyrri hálfleik með glæsilegu skoti á fjær sem hafnaði í stöng og inn.

Það var fjórða mark hans í síðustu fjórum deildarleikjum og er hann nú kominn með sex mörk á þessu tímabili.

Samningur hans rennur út eftir þetta tímabil og alveg ljóst að stærri félög munu renna hýru auga til hans í sumar.

Breda, sem er nýliði í úrvalsdeildinni, er í 9. sæti með 25 stig og blasir við barátta um Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner