Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Mathew Ryan á leið í franska boltann
Ryan er að yfirgefa Roma.
Ryan er að yfirgefa Roma.
Mynd: Roma
Franska félagið Lens er að komast að samkomulagi við Roma um að fá ástralska landsliðsmarkvörðinn Mathew Ryan til liðs við sig í janúar.

Lens er búið að leita mikið af markverði eftir að Birce Samba var óvænt seldur til Rennes á 14 milljónir evra í janúar.

Félagið taldi sig hafa tryggt sér starfskrafta Pau Lopes sem er samningsbundinn Marseille en á láni hjá Girona. Girona vildi hinsvegar halda honum þar til eftir Meistaradeildarleikinn sinn í lok janúar og þar með féll það uppfyrir þó svo koma Lopez hafi þegar verið tilkynnt til Lens.

Nú stefnir allt í að þeir leysi vandamálið með Ryan sem er fyrrverandi markvörður Arsenal og Brighton. Hann hefur bara spilað einn leik með Roma á tímabilinu, sem var bikarleikur. Hann er samningslaus í júní.
Athugasemdir
banner
banner