Crystal Palace hefur ekki ráð á því að kaupa Trevoh Chalobah frá Chelsea en þetta segir blaðamaðurinn Alan Nixon í dag.
Chalobah var á láni hjá Palace fyrri hluta tímabilsins en Chelsea ákvað að kalla hann til baka í byrjun ársins.
Varnarmaðurinn hafði gert mjög vel með Palace en ljóst er að Chelsea ætlar ekki að nota hann og er að leitast eftir því að selja hann.
Félagið vill fá 40 milljónir punda sem er of hár verðmiði fyrir Palace og þá ræður það ekki heldur við launapakka hans, en hann þénar nú um 7 milljónir punda í árslaun.
Oliver Glasner, stjóri Palace, sagði á dögunum að félagið væri að leita að arftaka Chalobah sem virðist algerlega útiloka möguleikann á að Englendingurinn gangi aftur í raðir félagsins í þessum glugga.
Chalobah er 25 ára gamall Englendingur sem hefur verið á mála hjá Chelsea allan ferilinn, en lánssamningur hans við Palace var sá fjórði á ferlinum.
Athugasemdir