Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. febrúar 2020 17:00
Miðjan
Atli lenti í svakalegu bílslysi - „Þetta var Die hard moment"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Jónasson er gestur í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í dag. Þar ræðir atvik sem gerðist sumarið 2010 þegar hann var á láni hjá Hvöt á Blönduósi.

Atli og liðsfélagi hans Eyjólfur Fannar Eyjólfsson lentu þá í svakalegu bílslysi.

„Við vorum að keyra og ná í síðasta draslið okkar í Reykjavík. Við vorum að keyra yfir Borgarfjarðarbrúna þegar bíllinn á móti okkar missir hjólhýsið aftan úr," sagði Atli í hlaðvarpsþættinum Miðjunni.

„Hjólhýsið bombaðist framan á okkur. Við fórum inn í hjólhýsið og þar voru gaskútar að springa. Það kviknaði í bílnum og við vorum að sparka okkur leið út úr bílnum, sem betur fer á lífi. Ef þetta hefðu verið 5 cm til hægri eða vinstri þá hefði þetta verið búið. Þetta var ákveðinn skellur."

Atli komst út úr bílnum en Eyjólfur var lengur að komast út. Hann náði því rétt áður en bíllinn sprakk út af gaskútunum sem voru í hjólhýsinu.

„Þetta var eins og eitthvað Die hard moment. Það liðu ekki nema 30 sekúndur eftir að hann komst út í að bíllinn sprakk," sagði Atli.

Atli segir að bílslysið hafið haft talsverð áhrif enda áfallið mikið. „Manni líður ekkert sérstaklega þegar maður keyrir yfir brúna í dag," sagði Atli.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Atli Jónasson um áföll, agabrot og fleira
Athugasemdir
banner
banner
banner