Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. febrúar 2020 06:00
Elvar Geir Magnússon
Ögmundur á förum? - Orðaður við PAOK
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson markvörður er orðaður við grísku meistarana í PAOK. Liðið er sem stendur í öðru sæti, tveimur stigum frá toppnum.

Ögmundur gæti fært sig um set í Grikklandi en hann hefur leikið virkilega vel fyrir AE Larissa.

Á dögunum var sagt frá áhuga AEK í Aþenu og sést því glögglega að Ögmundur hefur skapað sér stórt nafn í landinu.

„Larissa vill semja aft­ur við mig og við höf­um rætt mál­in. Ég er að skoða stöðuna en önn­ur fé­lög hafa sýnt mér áhuga. Ég á því eft­ir að leggj­ast yfir það sem er í boði. Ég vil ekki segja allt of mikið um þessi mál að svo stöddu en ég er alla vega spennt­ur fyr­ir framtíðinni," sagði Ögmundur í viðtali við Morgunblaðið.

„Per­sónu­lega hef­ur gengið mjög vel hjá mér þessi tæpu tvö ár sem ég hef verið hérna. Ég hef því ekki yfir neinu að kvarta."

Ögmundur er 30 ára og hefur leikið 15 landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner