Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. febrúar 2021 09:35
Magnús Már Einarsson
Man City segist ekki hafa boðið Messi samning
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur blásið á sögusagnir þess efnis að félagið hafi boðið Lionel Messi samning.

Messi verður samningslaus í sumar og talsverðar líkur eru á að hann yfirgefi herbúðir Barcelona eftir að hafa leikið allan sinn feril með liðnu.

Hinn 33 ára gamli Messi hefur verið sterklega orðaður við Manchester City í langan tíma.

Í slúðurpakka dagsins kom fram að Manchester City hefði boðið Messi launapakka upp á 430 milljónir punda.

Manchester City þvertekur hins vegar fyrir að félagið hafi boðið Messi samning, hvorki núna né síðastliðið sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner