Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. febrúar 2021 09:31
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Man Utd ræða við Rice
Powerade
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
Mbappe er í umræðunni þessa dagana
Mbappe er í umræðunni þessa dagana
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin bíða spennt eftir sumrinu. Til að telja niður þá koma þau með nóg af kjaftasögum!



James Rodriguez (29) er að íhuga að fara frá Everton eftir einungis eitt tímabil á Goodison Park. (Defensa Central)

Manchester City hefur boðið Lionel Messi (33) launapakka upp á samtals 430 milljónir punda ef hann kemur til félagsins næsta sumar frá Barcelona. Síðastliðið sumar hljóðaði launapakki City upp á 600 milljónir punda þegar félagið reyndi að fá Messi. (Sun)

Chelsea vill fá Niklas Sule (25) varnarmann Bayern Munchen. (AZ)

Chelsea hefur líka áhuga á Jonas Hofmann (28) miðverði Gladbach. (Bild)

Liverpool og Manchester United hafa rætt við umboðsmann Declan Rice (22) hjá West Ham. Chelsea hefur hætt við að reyna við leikmanninn. (Star)

Real Madrid ætlar að reyna að fá Kylian Mbappe (22) frá PSG. (AS)

Mbappe hefur bara áhuga á að ganga til liðs við Real Madrid eða Liverpool ef hann fer frá PSG í sumar. (Mail)

Mauricio Pochettino, þjálfari PSG, segir að félagið geti boðið Mbappe hvað sem þarf til að gera hann ánægðan. (RMC)

Real Madrid ætlar að halda Martin Ödegaard (22) hjá félaginu og reyna að fá hann til að hjálpa til við að fá landa hans Erling Braut Haaland (20) frá Dortmund. (Mundo Deportivo)

Thierry Henry gæti tekið við sem stjóri Bournemouth í næstu viku. (Mirror)

Juventus gæti reynt að kaupa framherjann Moise Kean (20) aftur í sínar raðir í sumar. Kean er í láni hjá PSG frá Everton en enska félagið keypti hann frá Juventus árið 2019. (Le 10 Sport)

Everton vill fá Lucas Vazquez (29) kantmann Real Madrid en hann er líka á óskalista Napoli. (Todofichajes)

Chelsea gæti látið varnarmanninn Fikayo Tomori (23) fara alfarið til AC Milan til að fá miðjumanninn Franck Kessie (24) frá ítalska félaginu í staðinn. Tomori er á láni hjá AC Milan í dag) (Il Milanista)

Aston Villa þarf að fá að minnsta kosti 60 milljónir punda ef félagið ætlar að selja varnarmanninn Ezri Konsa (23). Konsa hefur verið orðaður við Liverpool og Tottenham. (Football Insider)

Brighton hafnaði 30 milljóna punda tilboði frá Leeds í varnarmanninn Ben White í fyrra. (Leeds Live)

Allt að 37.500 áhorfendur verða leyfðir á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbul í vor. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner