Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. febrúar 2021 21:55
Victor Pálsson
Spánn: Betis vann mikilvægan sigur
Mynd: Getty Images
Real Betis 1 - 0 Getafe
1-0 Borja Iglesias('84)

Real Betis stefnir á Evrópusæti á þessu tímabili í spænsku deildinni en liðið spilaði við Getafe á heimavelli í kvöld.

Betis vann virkilega mikilvægan 1-0 heimasigur þar sem eina markið kom af vítapunktinum seint í leiknum.

Sergio Canales klikkaði á vítaspyrnu fyrir Betis á 76. mínútu en liðið fékk aðra ekki löngu seinna og úr henni skoraði Borja Iglesias.

Betis er í sjötta sæti deildarinnar með 36 stig og er á fínu róli. Real Sociedad er sæti ofar en aðeins munar tveimur stigum á liðunum.

Það gengur þá afar brösuglega hjá Getafe sem situr í 14. sætinu og hefur tapað fjórum leikjum í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner