Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. mars 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
„Fékk hita, höfuðverk og eins og augun væru logandi"
Alessandro Favalli.
Alessandro Favalli.
Mynd: Getty Images
Alessandro Favalli, leikmaður Reggio Audace í ítölsku C-deildinni, var annar fótboltamaðurinn á Ítalíu sem greindur var með kórónaveiruna.

„Þegar ég vaknaði mánudaginn 2. mars leið mér illa. Ég var með hita, höfuðverk og það var eins og augun væru logandi. Um nóttina hafði ég líka fengið einkenni og skalf vegna kulda," segir Favalli.

„Ég fékk strax grunsemdir og hringdi í fjölskyldu mína. Þau voru öll með sömu einkenni. Við vorum saman í fjölskylduboði nokkrum dögum áður. Kórónaveiran var mikið í umræðunni þarna og fólk á svæðinu í kring höfðu smitast. Ég vissi strax að við værum komin með veiruna."

Favalli segist hafa verið veikur í þrjá daga.

„Ég óttaðist ekki mikið um sjálfan mig. Ég hafði meiri áhyggjur af ættingjum mínum sem veiktust meira en ég," segir Favalli sem fór í sóttkví á heimili sínu.

Hann lokaði sig inni í herbergi en eiginkona hans notaði aðra hluti í íbúðinni. Hún eldaði mat og skyldi diskinn eftir fyrir framan hurðina að herberginu.

„Miriam, eiginkona mín, var ekki með nein einkenni og ég vildi ekki smita hana. Ég var alltaf með matarlyst en fann ekki bragð eða lykt."

„Að vera eingangraður er erfitt. Ég er vanur miklu félagslífi með eiginkonu minni, fjölskyldu og vinum. Ég var vanur að æfa daglega með liðsfélögunum. Ég hef fengið mörg símtöl og skilaboð og það var gaman að fá þau viðbrögð. Mikilvægast af öllu er að við komumst í gegnum þetta," segir Favalli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner