Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 19. mars 2021 07:55
Victor Pálsson
Sammála um að Southgate hafi gert mistök - „Þurfum á Trent að halda"
Það kom á óvart í gær þegar Trent Alexander-Arnold var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir komandi átök.

Trent hefur ekki átt sitt besta tímabil með Liverpool sem og fjölmargir aðrir leikmenn ensku meistarana.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, ákvað í kjölfarið að skilja Trent eftir heima og tekur hann ekki þátt í þessu verkefni.

Fjölmiðlamennirnir Henry Winter og Gary Lineker eru sammála um það að þessi ákvörðun Southgate hafi verið röng.

„England þarf á honum að halda," skrifar Winter á meðal annars og tekur Lineker undir hans orð.

Trent er 22 ára gamall hægri bakvörður og á að baki 12 landsleiki fyrir England.


Athugasemdir
banner